Ég var alveg sáttur við Behringer mækinn í upptökur á akústískum hljóðfærum og söng, hann var amk alveg svakaleg framför frá Shure 58 mæknum sem ég hafði verið að nota til að taka upp söng og kassagítar í stúdíóinu okkar, sá var með mun þrengra tíðnissvið einhvernveginn.
Ég skal lána þér hann um helgina og ef hann er ekki að skila því sem þú ert að leita að þá bara skilarðu honum, ég lenti í einhverjum smá leiðindum með þennann mæk síðast þegar ég var að nota hann en held að það hafi bara verið biluð rásin á mixernum sem ég tengdi hann í, ég vil samt ekki selja þér mækinn nema þú sért búinn að prófa hann og að hann sé í lagi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.