Ég ætla að fara kaupa mér kassagítar, og hef aðeins verið að spá í þeim. Það sem mest hefur heillað mig er Ovation CSE44, eða þá Ovation CDX24. Lookið á Ovation gítörunum heillar mig mjög(öll götin og aftan á honum). Hljóðið í honum er líka mjög flott.
Getið sagt mér frá reynslu ykkar og áliti á Ovation gítörum. Hef heyrt að þeir séu góðir pluggaðir en ekki svo góðir unplöggaðir, eða bara svona semí. Sjálfum fannst mér hljóðið mjög gott.
Síðan er spurning ef hann er aðallega svona magnara gítar, því ég mun líklegast nota hann mest unplöggaðann, nema live þá. Síðan líka spurning ef hann sé svo góður plöggaður að hægt sé að nota hann staðinn fyrir rafmagns gítar, með effectum, því ég þarf eiginlega líka að fá mér annan rafmagnsgítar.
Öll svör eru vel þegin. Einnig að mæla með öðrum tegundum.
Gítararnir:
http://www.ovationguitars.com/?fa=detail&mid=2013
http://www.ovationguitars.com/?fa=detail&mid=2014