Ég er búinn að hugsa þetta vel og lengi og er búinn að ákveða það, þar sem ég er ekki að finna mig í humbucker geiranum, þá er ég til í að láta þennan agalega vel smíðaða SG eftir hann gunnar Örn í skiptum fyrir fyrir Stratocaster í dýrari kantinum.
Ég held að ég þurfi ekki að fara mörgum orðum um gæði þessa grips. Hann er smíðaður árið 2000 og er með vægast sagt einn rosalegasta háls sem sögur fara af, af Gibson type gítörum, sem ég hef komist í tæri við. Hann er þykkari og þyngri en það sem við eigum að venjast af venjulegum Gibson SG gítörum. Ég setti í hann Bare knukle “the mule” humbuckera sem gersamlega setja “cherry on the top” hvað þennan gítar varðar.
Eins og ég mynntist á hér fyrir ofan, þá er ég að leitast eftir Fender Stratocaster í dýrari kantinum í skiptum fyrir þennan gítar (50´s eða 60´s reissue eða vintage fenderar koma sterklega til greina(helst American)).
Ef við værum að tala um beina sölu, færi hann ekki á minna en 180.000 kr.
hér er mynd: http://i275.photobucket.com/albums/jj297/gunniwaage/DSC01454.jpg
Ég veit að þið eruð nokkrir sem eigið fleiri en einn vandaða stratocastera og dauðlangar í einn svona einstakann í safnið;)
Ég tek það alveg í mál að fá einhverja greiðslu upp í ef stratinn ykkar er ekki alveg í sama verðflokki og SG-inn. Jafnvel einhverjar græjur, spjöllum bara um það:)
kveðja
single-coil-gunni-waage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~