Ég er með til sölu eftirfarandi:

Digitech RP2000 gítar multieffect.
Sjá um hann hér: http://www.digitech.com/productsout/rp2000.htm
Ég er búinn að eiga þennan í svona sex-sjö ár og nota hann talsvert, aðallega heimavið og í upptökur. Hann var keyptur í US á sínum tíma og því er hann með spennubreyti fyrir US, en það er hægt að kaupa millistykki fyrir svoleiðis í flestum raftækjabúðum hérna á íslandi. Það eina sem er að honum er SPDIF tengið, sem virkar ekki. Annars er hann í fínu lagi og lítur ágætlega út.
Verð: 15.000kr eða tilboð.
Sjá mynd af græjunni hér: http://gallery.me.com/joningij/100009/rp2000/web.jpg

Næst er ég með rúmlega ársgamalt Fullerton 5 strengja banjó, með ól. Það hefur verið lítið sem ekkert notað en sér örlítið á húðinni beint undir strengjunum (þar sem maður hvílir þumalinn) eftir fremur misheppnaðar tilraunir mínar til að læra á það, ég hef því ákveðið að selja það, þar sem ég hef ekki tíma til að einbeita mér að því eins og er og finnst illa gert að láta það hanga ónotað uppi á vegg og rykfalla. Það var keypt frá US á sínum tíma og komið heim fyrir ca 27.000 kall.
Verð: 20.000kr eða tilboð.
Sjá myndir af því hér:
http://gallery.me.com/joningij/100009/banjo1/web.jpg
http://gallery.me.com/joningij/100009/banjo2/web.jpg
http://gallery.me.com/joningij/100009/banjo3.jpg?derivative=medium&source=web.jpg&type=medium&ver=12229715500001

Næst er ég með Alphatrack upptöku/midi controller frá Frontier Design. Hann er rúmlega ársgamall, keyptur í Tónabúðinni, og hefur verið notaður þrisvar sinnum, að ég held. Sér ekki á honum. Kemur í kassanum með öllum leiðbeiningum og allt. Virkar fínt með Pro Tools, Cubase, Final Cut Pro og öllum fjandanum bara :)
Sjá um hann hér: http://www.frontierdesign.com/Products/AlphaTrack
Verð: 18.000kr eða tilboð.
Myndir af honum hér:
http://gallery.me.com/joningij/100009/alphatrack1/web.jpg
http://gallery.me.com/joningij/100009/alphatrack2/web.jpg

Síðast er ég með eitt stk Belkin Wireless-N router fyrir þá sem vilja djúsa aðeins upp þráðlausa netið sitt. ATH: Þetta er bara router, en ekki modem líka. Þarf að tengjast við modem/router til að tengjast adsl neti. Ég keypti hann í fríhöfninni fyrir 12.990 fyrir ári síðan ca en hef ekki þörf fyrir hann lengur. Hann var notaður í um hálft ár, sér ekki á honum og í góðu lagi.
Sjá um hann hér: http://catalog.belkin.com/IWCatProductPage.process?Product_Id=273526
Verð: 6.500kr eða tilboð.
Myndir af honum hér: http://gallery.me.com/joningij/100009/belkin.jpg?derivative=medium&source=web.jpg&type=medium&ver=12229715570001

Að lokum má sjá myndir af öllu dótinu hér:
http://gallery.me.com/joningij#100009&bgcolor=black&view=grid

Sendið mér PM, email á jon[hjá]jonsson.is eða hafið samband í síma 660-0460 ef þið hafið áhuga.
Jón Ingi


Bætt við 5. október 2008 - 19:57
ATH: Banjóið er selt. Hefur enginn áhuga á hinum græjunum?