Ég á einn svona með brúnu leðri, svona “Pimpcaster” sko.
Hann er sennilega ekki mikils virði en þetta eru virkilega góðir gítarar semsagt, ef þeir eru í lagi.
Ég sá einn svona til sölu fyrir ári síðan á hljóðfæraverkstæði, hann var einmitt rauður og eins og nýr en var til sölu á 15000, ég hefði keypt hann ef ég hefði átt peninga en ég á bara svo mikið af hljóðfærum orðið að mig vantar alls ekki meira af slíku.
Ég held að það gæti orðið svolítið mál að fá bridge sem passar á hann, ég skipti um pickuppa á mínum og þurfti að tálga út úr honum vegna þess að partarnir í honum eru ekki af þessum stöðluðu stærðum sem allt er núna í dag.
Fullt af gömlum gítarhetjum áttu svona gítara þangað til þeir eignuðust peninga og höfðu efni á Fenderum eða hvað það var sem þeir girntust, synd að leggja svona gítar, þeir hafa mun meiri karakter en Fenderar tildæmis, og skemmtilega transparent hljóm.
Jamm, semsagt, lítils virði en eitthvað til að koma í lag og nota síðan.
Og aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, mölva svona stykki á sviði, þú munt sjá eftir því.
Elvis2<br><br>Mulcibe
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.