Tvær leiðir, önnur lengri og útskýrir hvað þú þarft að gera, hin gerir nákvæmlega það sama en notfærir styttingu.
1. Ýttu á “Esc” takkann til að ganga úr skugga um að þú sért ekki með neitt valið. Farðu í “Create” flipann og veldu “Key Signature” þá kemur upp gluggi þar sem þú getur valið tóntegund. Veldu viðeigandi tóntegund og smelltu á “OK”. Við það lokast glugginn og örin speglast og verður blá á litin. Farðu því næst að upphafi blaðsins, eða á þann stað þar sem þú vilt breyta um takttegund og vinstri klikkaðu á þann takt þar sem tóntegundaskiptin eiga að vera.
2. Ýttu á “Esc” takkann til að ganga úr skugga um að þú sért ekki með neitt valið. Ýttu á “K” takkann á lyklaborðinu og þá kemur upp sami gluggi og þú myndir fá ef þú færir í Create>Key Signature. Því næst ferðu sömu leið og skýrt er frá í lið 1 hér að ofan.
Vona að þetta hafi hjálpað.
Bætt við 19. nóvember 2008 - 01:47
Já og til að bæta við þá geturðu líka hægri smellt með músinni á autt svæði og þá færðu fram “Create” valmyndina.