Sælirnú - Ég var að byrja að æfa á trompet eftir að hafa verið hættur í 8 ár.

Ég semsagt kláraði 3 stig á aldrinum 8 - 10 ára, og í dag hef ég öllu gleymt og ætla að byrja aftur á byrjunarreit.

Ég er búinn að fara í einn tíma svo ég hef ekki geta spurt að miklu og svoleiðis, þannig ég ætlaði að spyrja ykkur sem eruð lengra komnir/komnar.

Það er eitt af lykilatriðum að venja sig ekki á að þrýsta trompetinu að munninum til þess að ná hærri nótum - það að fá svona rautt far alltaf eftir að spila, gefur það til kynna að ég sé að þrýsta of fast eða er þetta eðlilegt því þetta er ný áreynsla fyrir varirnar? Ég bara man þetta nefnilega ekki alveg :)