http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=5772983
Þetta er alveg drullugóður magnari en ég er ekkert að hljómsveitast þannig að ég hef ekkert við svona öflugann magnara að gera, á tvo minni magnara sem ég nota í upptökur þannig að þessum er svolítið ofaukið hjá mér í augnablikinu.
Ég vil fá 50 þúsund fyrir hann, það er frekar sanngjarnt verð finnst mér því hann kostar 97.000 kall nýr miðað við verðlista tónabúðarinnar (og myndi örugglega kosta meira ef þeir uppfærðu verðskránna sína eða fengu inn nýja sendingu miðað við það hversu verðlaus krónan er í augnablikinu)
Ef ég væri eitthvað að hljómsveitast myndi ég ekki selja þetta kvikindi því hann hljómar æðislega með Les Paulnum mínum, hann er að mínu mati alveg sambærilegur við mun dýrari Marshallmagnara, þessi er brilljant hardrokk eða blúsmagnari en ég hugsa að metalgítaristar ættu að leita annað.
Mig vantar peninga þannig að skipti á öðru dóti eru tæplega inni í myndinni en ef einhver lumar á einhverju alveg sérstöku þá má skjóta á mig tilboði, sendið það þá bara sem einkaskilaboð.
Bætt við 24. september 2008 - 18:15
###SELDUR!###
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.