Bestu hljóðfæri sem ég hef átt, á ég ennþá.
Ég verð eiginlega að segja að ég sé með 3 í algeru uppáhaldi.
Hér er mynd af þeim:
http://i275.photobucket.com/albums/jj297/gunniwaage/DSC01456.jpgí fyrsta sæti: árg 1966 Epiphone Casino með factory Bigsby sveif og P-90 pickuppum. Þennan gítar er ég búinn að eiga lengst af öllum. Sándið í þessum er allveg guðdómlegt. Það sem gerir sándið jafnvel ennþá meira spes er það að hann er alveg hollowbody, sem sagt það er ekki spýtustokkur sem lyggur undir pickuppunum frá háls aftur á rass, eins og á öllum semi-hollow gítörum í dag. Hann er smíðaður á þeim tíma þegar allir epiphonar voru búnir til í Gibson verksmiðjunum áður en framleiðslan var flutt til japans. Sem sagt, þetta er basically Gibson gítar í húð og hár með epiphone merki á hausnum. And he plays like a dream.
í öðru sæti: Sérsmíðaður SG (eins og Gibson SG), smíðaður af Gunnari Erni luthier. Hálsinn á þessu kvikindi er eins og hann sé smíðaður fyrir forsetann sjálfann á 1000 ára afmæli lýðveldisins:) Ég skellti í hann Bare knuckle (the mule) pikkum í hann sem sánda alveg 100% í rokk af gamla skólanum, vel feitir og fókusaðir. Líka frábær Blúsgræja.
Í þriðja sæti: Fender Jazzmaster 2003 árg smíðaður í Japan. Ég er búinn að eiða miklum tíma í að gera þennan gítar eins góðann og hann er í dag. Hann er búinn að fylgja mér í gegnum súrt og sætt, allt Hoffman tímabilið ásamt epiphoninum. Hann er búinn að verða fyrir ótrúlegri misnoktum og barsmíðum í gegnum tíðina og það skrítna við það, hann batnaði bara við það. Ég setti snemma í hann Seymour duncan quarter pound pikkuppa sem eru svipaðir í outputti og heitir humbukkerar, án þess þó að tapa fender caracternum. Hann var einu sinni tobacco sunburst, en sökum rosalegrar rokkmeðferðar fékk ég leið á sjúsk-lúkkinu og lét Gunnar Örn Luthier sprauta hann upp á nýtt, svartann með nitrocellulósalakki. Þessi gítar lifnaði gersamlega við í spilun eftir að ég keypti mustang brúnna í hann, því að original brúinn var ekkert nema trouble. Yndislegur gítar sem ég get notað í hvaða músík sem er (já ég hef prufað hann í metal og ótrúlegt nokk, hann stóð sig með prýði)
Þetta eru þeir gítarar sem ég rótera daglega í nokkra hringi. Jazzmasterinn hefur samt vinningin hvað varðar spilatíma dags daglega.
Ps: Svo má ekki gleyma Bassman magnaranum sem Þröstur Víðisson smíðaði frá grunni að innann, sem er náttúrulega bara eðal hljóðfæri, ef svo má segja, út af fyrir sig.