Sælir, nú er að hefjast námskeið í rafgítarsmíði hjá Fjöltækniskólanum. Ég var búinn að skrá mig á námskeiðið og hlakkaði mikið til. Svo fékk ég símtalið frá skólanum til að staðfesta þáttöku mína og einnig til að láta mig vita verðið á námskeiðinu. Mig blöskraði þegar ég heyrði verðið 140.000 spírur og innifalið í verði er viðurinn en allt annað þarf maður að kaupa sjálfur, námskeiðið er 100 tímar.

Ég er nú ekki snillingur í gítarsmíði eða þegar rafgítarar eru annars vegar en mér fannst þetta full mikið þannig að ég afþakkaði námskeiðið. Mig langaði að spyrja menn hvað finnst ykkur um þetta.
Gítarar:Fender telecaster Baja, Seagull Mahogny CW Duet,Yamaha LL6, Fender stratocaster delux, Ítalska víólu frá 1949