Ég er einmitt að hljóðeinangra hálft herbergið mitt frá hávaðan í trommusettinu. Ég er ekki búinn að því en það sem komið er virkar heltvíti vel.
Það sem ég gerði var að ég keypti steinull sem heitir Sökklaull ( Hún er þéttasta ullin og það á að hljóðeinangra mest) í BYKO ásamt límband og svarta ruslapoka í Nettó :D
Svo klæddi ég ullina í ruslapokana og teipaði fyrir.
Svo á ég eftir að henda þessu upp sem ég veit ekki hvernig ég ætla gera en það kemur í ljós fljótlega :P
50mm Sökklaullin kostar ca. 1500 kr pakkin, fjögur stykki í pakka. Eitt stykki er 120cm x 60cm Þannig í einum pakka eru 2,88 fermetrar.
Vonandi hálpar þetta, hef verið að lesa mig mjög mikið um á netinu og það kom í ljós að steinull er ódýrasta lausn í að einangra og skilar árangri. Á www.steinull.is er hægt að lesa um hljóðeinangrun.
Myndi halda að þetta væri ódýrasta leiðin.
- Aron