Behringer ultra metal –> Behringer super fuzz –> Dunlop orginal crybaby –> Behringer Digital deley væri svona eðlilegast skv. formúlunni.
Ætti ekki að skipta miklu hvort þessi ultra metal eða Super fuzz sé á undan þar sem þeir skilgreinast báður undir overdrive/distortion/fuzz kategoríu.
Þetta er skrifað án þess að vita hvort um Effecta loop-a sé valmöguleiki í magnara… þá væri hægt að tengja Cry Baby og Digital delay þar, ekki mælt með að setja OD/Dist. effecta í loop-una. Sjálfur nota ég ekki þannig í mínum mögnurum.
Síðan er oft Cry Baby tengdur fyrst, þ.e. á undan OD/Dist. effectum oftast til þess að fá “vægara” sánd út úr honum. En það er smekksatriði og fer eftir mögnurum af minni reynslu, þarf t.d. að tengja cry baby-inn á undan bjögunareffectum í Fender magnaranum mínum en ekki við marshallana