Ég á alveg eftir að prófa hann við “alvöru” aðstæður, ég fékk hann bilaðann og fór með hann til vinar míns, sá skipti um þétta og eitthvað og svo prófuðum við okkur áfram með allskonar mismunandi lampa, núna er hann að klára að fínstilla hann.
Eins og hann var fyrir þessa fínstillingu þá var hann á stofustyrkleika upp í ca 1 í volume, svo á ca 2 þá var hann kominn á fullt blast og eftir það jókst gainið hægt og rólega en ekki að sama skapi volumeið, ég vona að vini mínum hafi tekist að temja volumeið aðeins, að sama skapi þá var tremelóið frekar sérviskulegt að því leyti að það virtist bara virka á hærri tíðnirnar þannig að djúpu nóturnar breyttust ekkert en hærri tónarnir voru beint útúr Twin Peaks, mjög undarlegt en ég reikna með að þetta verði orðið “hefðbundnara” tremeló þegar ég sæki magnarann.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.