Ég er ekkert alltof hrifinn af því að vera að gera þetta, en what the hell.


Rickenbacker 4001 '78 módel, með orginal hardcase til sölu.

Ég vil fá 150.000.- fyrir hann, eiginlega ekki krónu minna, en skoða öll boð og skipti (þá á bössum í svipuðum verðflokki, er ekki að leita mér að ódýrum bassa og e-r smápeningur á milli).

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu, get skutlast með hann innan þess og ekkert mál er að fá að koma og prófa hann. Ég er með Ampeg SVT Classic magnara og Ampeg 410HLF box til að prófa hann í.

Ástæða fyrir sölu er einfaldlega sú að ég nota hann ekki neitt. Auðvitað er gaman að eiga hann og að geta gripið í hann stöku sinnum, en ég sé ekki tilganginn í því að eiga hann lengur fyrst ég nota hann alls ekkert.

Það sést auðvitað á honum (enda 30 ára gamall vinnuþjarkur), en það er gott að spila á hann og það þarf ekki að breyta honum neitt, nema kannski setja aðra strengi í hann (í honum eru GHS Nylon strengir 50-70-90-105 sett).
Hann soundar líka æðislega með flatwound strengjum, nánast eins og kontrabassi í neck PU.
Hann virkar alveg eins og hann á að gera og hann er frekar vel intone-eraður. Hef allavega ekki þurft að gera meira en að lyfta PU aðeins.
Það er einnig undarleg lykt af honum, ekki vond, en undarleg samt!

Bassinn er alveg orginal fyrir utan pickguard plötuna og ég fékk ekki pickup cover-ið sem er venjulega yfir brúar PU.
(Þess vegna er hann 96% orginal)


Áhugasamir hafi samband við mig:

- Hér á huga eða einkaskilaboð.
- Gmail; danielsmari@gmail.com
- MSN; someone9992@hotmail.com
- Sími: 846-3465

Endilega sendið á mig mail á gmailið ef þið viljið myndir, ég á engar eins og er en ekkert mál er að taka mynd ef áhugi er fyrir bassanum.


Vinsamlegast sleppið öllum bull tilboðum eins og…
blablabla…rauður artlinepenni úr gulli…blablabla..skipti…blabla
(taktu þetta til þín ef þú sérð þetta)
…ég tek þessa sölu alvarlega.

Eins og ég segi þá er ég ekkert alltof hrifinn af því að selja hann, en ég nota hann ekki neitt svo því ekki það, vona að hann fái að njóta sín betur annar staðar.

Vona að einhver vilji taka hann að sér :)


Með tárvotum augum, takk fyrir mig, Kv Danni