Eins og titillinn segir er ég með Marshall Valvestate 2000 avt 100 til sölu. Ástæða sölu er að ég fékk mér Fender Bassman og hef því ekkert með þennan að gera lengur.Mjög góður magnari í mjög góðu ástandi. Mig minnir að hann sé svona 5 ára gamall.
Þetta er 100 watta magnari með 3 rásum, clean OD1 og OD“, 1x12” Combo með DFX sectioni. Clean rásin fer í gegnum lampformagnara og er með sér stillingar fyrir Bass, Middle og Treble sem og Bright takka. OD1 rásin á að hafa range frá vintage Plexi til JCM800 og OD2 frá JCM800 til JCM2000.
Magnarinn hefur alveg fullt af stillingum og slatta af innbyggðum effectum sem eru mjög fínir. Fótswitch með 4 tökkum, einn fyrir hverja rás og einn fyrir effectana, fylgir.
Ég er annar notandinn að magnaranum, keypti hann hálfs árs gamlan í Rín fyrir um það bil 4 árum á um það bil 70.000kr minnir mig. Endilega komið með boð sem ykkur finnst sanngjörn eða hafið samband ef að þið viljið fá að prófa.
Myndir:
Því miður á ég ekki myndavél en hér eru myndir af nákvæmlega eins magnara.
http://www.marshallamps.com/images/readers_amps/ramp71.jpg
http://img221.imageshack.us/img221/5922/img0022jj9.jpg