Að taka upp tónlist
Ég á við það vandamál að stríða að ég þarf að taka upp tvö lög fyrir 6.febrúar og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því. Ég spila á gítar og ég hef reynt að taka upp með microphone tengdan við tölvu, en hljómgæðin urðu að gjalda þess. Reyndar þá heyrðist bara skruðningar með lágværri tónlist í bakgrunni. Mig vantar ráð hvað varðar að taka upp í almennilegum gæðum svo ég geti sett þetta á geisladisk. Þess má geta að ég er staurblankur og ef ég á pening þá er það af skornum skammti. Einhverjar ódýrar hugmyndir?