Jæja, ég er að íhuga það að bjóða upp til skiptanna Gibson Flying V gítarinn minn sem er nú orðinn c.a. eins árs gamall. Gítarinn flutti ég inn frá Bandaríkjunum þegar ég keypti hann og er hann með þynnra lakki en vannt er á Flying V gíturunum.
Að sjálfögðu má sjá örlítið af rispum á baki gítarsins ef vel er gáð en ekkert sem fer í gegnum lakkið og veldur skaða á bodyinu sjálfu.
Á myndunum er gítarinn með P90 pickup í Neck stöðu en gítarinn verður ekki seldur/skipt þannig. Ég mun fjarlægja pickuppinn úr gítarnum og setja upprunalega pickupinn í hann.
En þar sem ég er einna helst að leitast eftir skiptum ætla ég að nefna það sem kemur til greina. Ég er semsagt að leitast eftir Jaguar, Jazzmaster eða Mustang gíturum. Framleiðslulandið á þeim skipti mig afar litlu þannig ef þú hefur einn til umráða og ert að íhuga skipti máttu endilega láta í þér heyra.
En annars fyrir þá sem einungis hafa áhuga á því að kaupa gítarinn þá tek ég við verðtilboðum en bendi fólki vinsamlegast á það að vera raunsætt í tilboðum sínum. Gítarinn fer alls ekki neðar en 70þ.
Annars er ég staddur á höfðuborgarsvæðinu þannig fólki er alltaf opið að renna við og prófa gítarinn.
Myndir:
ATH: Afsakið gæðin á myndunum, þær eru teknar á farsíma en betri myndir ættu að koma von bráðar.
endilega sendið mér email á arnar_h@hive.is ef þið hafið áhuga
http://good-times.webshots.com/photo/2870554060098328012ugDSoo?vhost=good-times
http://good-times.webshots.com/photo/2074248280098328012qGsxML?vhost=good-times