Jæja, nú höfum við tekið þá ákvörðun að prófa það að bæta við gítarleikara í hljómsveitina Shima. Hljómsveitin spilar framsækið tilraunakennt rokk og gaf út sína fyrstu breiðskífu í október 2006 “…And For A Moment All Fell Silent”.
Nú eftir miklar mannabreytingar í hljómsveitinni og nýtt hljóðfæraskipan hefur verið tekin sú ákvörðun að gera tilraun til þess að þétta sveitina með öðrum gítarleikara.

Fyrst og fremst er verið að leitast eftir rythma leikara en að sjálfsögðu eru engar reglur um það hver gerir hvað og er alltaf gott að hafa einhvern sem er með frjótt ímyndunarafl og fær góðar hugmyndir þannig engin heftun er við rythma leik sem slíkan.

Gítarleikarinn þarf að hafa áhuga á alls kyns tilraunum í tónlist og vera opinn fyrir því að prufa að blanda inn alls kyns stefnum og áhrifum.

Þó næsti punktur sé svolítið hégómalegur þá er lögð áhersla á spunaelementið í tónlistinni og live eigum við til að detta inní smá pshycadelíu spuna tripp og þarf því viðkomandi að vera fær til þess. Því erum við helst að leitast eftir einhverjum sem stúderar soundið sitt af einhverju viti og styðst einna helst við einhverja effekta notkun til þess að gefa hlutunum smá auka lit og draumkennd. Einnig þarf viðkomandi að vera algjörlega laus við sviðshræðslu, eða svona svo gott sem.

En ég læt fylgja með nokkur lög til að sýna brot af því sem við erum að gera í dag en lögin eru að taka á sig nýja mynd næstum daglega þannig þetta eru einungis hljóðdæmi en ekki endilega lokaniðurstöðurnar af lögunum.

Endilega bið ég fólk um að líta á þessar upptökur einungis sem gróf demo.

“Haze”
“The Flow”
“Untitled”
“Dreading”

Áhugasamir geta einnig kíkt á eftirfarandi síður fyrir aðrar upplýsingar:
www.myspace.com/shimamusic
www.amiestreet.com/shima

Þeir sem hafa áhuga á því að kíkja á þetta geta haft samband við mig hér í EP og við sjáum hvert það leiðir. Og má nefna það að hljómsveitin hefur að sjálfsögðu æfingaraðstöðu hér á höfuðborgarsvæðinu.