Mynd
Fæst í Tónastöðinni
Auðveld notkun:9+
takkar;
volume, gate, comp, drive, stab og svo auðvitað bypass switch
Margir segja að hann sé hrikalega flókinn og að þeir skliji ekki neitt í neinu þegar það er komið að því að ná ágætis soundi útur honum, persónulega fannst mér mjög auðvelt að ná fullt af skemmtilegum og flottum soundum. Kannski var það þökk sé því að ég hafði kynnt mér hann mjög vel á netinu áður.
En ef að fólk á í miklum erfiðleikum með þessar stillingar þá eru til endalaust margir listar með stillingum fyrir FF. á netinu.
Eina sem ég skildi ekki alveg með hann var stab takkinn, en eftir klukkutíma af fikti og spilun áttaði ég mig alveg á þessu.
Tveir FF. stillinga listar sem ég einfaldlega googlaði:
http://img.photobucket.com/albums/v294/onetubetone/Page1-2.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v294/onetubetone/Page2-2.jpg
Hljómgæði: 18+++
Ég tengdi Fender Jaguar CIJ við SuðSmiðjuna og magnaði upp með Orange tiny terror með Vox heritage collection boxi. stillti á svona hálfgerðan fuzz face á sterum og byrjaði svo að spila, úff úff og ójá !
Þvílíkt sound útur þessum pedal, svo geðveikt fuzz !
Maður nær ölly frá mjúku og rjómakenndu fuzzy yfir í öskrandi octave fuzz.
Get eiginlega ekki lýst þessu, er eitthvað við þennann pedal sem gerir mig klikkaðann.
Lækkaði aðeins í gítarnum en hélt sömu rugl stillingunni á FF, náði þá þessu ljúfa jimi Hendrix soundi, svipað og í third stone from the sun, algjör eðall. Ekki nóg með þessi svakalegu sound þá er hann true bypass. Ætla að hætta að reyna að lýsa honum og skelli bara link á hann með video þannig þið fáið svona smá lykt af honum og þessu svaka fuzz.
http://zvex.com/fuzz.html
Áræðanleiki: 10
Hefur aldrei bilað hjá mér eða verið neitt vesen með hann, búinn að eiga hann í ca. 6 mánuði og notað hann svakalega mikið og farið vel með hann. Lúkkar sterkbyggður og mjög traustur.
Þjónusta: hlutlaus
Heildareinkun: 10+++
Án efa besti fuzz pedall sem ég hef spilað í gegnum um ævina, algjörlega uppáhaldspedallinn minn. Dáldið flókinn í fyrstu, en ef maður spilar í gegnum hann í svona klukkutíma og fiktar og snýr tökkum þá kemst maður í fuzz himnaríki.
Eftir 6-7 mánaðanotkun er ég ekki vitund komin með leið á honum og stefnir í langt og gott samstarf hjá mér og fuzzfactory-inum mínum.
Alveg hrikalega fjólhæfur og snaróður fuzz sem lætur þig slefa á þig !
Mæli eindregið með þessum !