Aldur: Ég er 24 ára gamall
Hversu lengi hefuru spilað: Hmm, því miður er ég ekki alveg viss, fór í forskóla í tónlistarskólanum þegar ég var 6, fór að læra á trommur 9, hætti og tók ár eða tvö í frí og skipti svo yfir í gítar. Þannig að ég hef verið svona 11-12 ára þegar ég byrjaði á gítar. Ég fór að læra á gítar af því að fyrirkomulagið í skólanum mínum (sveitaskóli) var þannig að tónlistarkennarinn mætti bara í grunnskólan og maður fékk frí í tímum til að fara í tónlistartíma. Þess vegna var það svo freistandi að fara, fá frí frá venjulegri kennslu. Þess vegna fóru líka eiginlega allir í skólanum í tónlistarnám. Flestir hættu samt strax eða amk fljótlega, en ég varð ástfanginn af gítarnum, hef spilað á hann á hverjum degi síðan þá, þó að ég hafi að vísu hætt í námi 15 ára.
Útaf þessari upplyfun minni finnst mér að ríkið og/eða sveitafélögin ættu að leggja meira uppúr tónlistarnámi og hafa það aðgengilegra til að hjálpa fólki að komast í þetta. Finnst að allir ættu að geta sótt tónlistarnám alveg jafnt og að allir eigi að geta komist í menntaskóla. En því miður er raunin ekki sú, þetta er orðið rándýr lúxus að læra. :(
Vá sorry hvað ég fór útfyrir efnið, var bara fastur í einhverjum hugsunargangi þegar ég byrjaði að skrifa.