Þessi pedall er búinn að vera í minni eigu núna í tæpt ár og ég get varla sagt að ég hafi slökkt á honum síðan þá. Fulltone OCD(stutt fyrir obsessive compulsive drive) er barn Michael nokkurs Fuller, en það er heilinn á bakvið Fulltone pedalana sem að vægast sagt hafa fengið frábæra dóma síðan þeir litu dagsins ljós fyrst. Enda er rosterinn yfir þá sem að nota pedala frá honum orðinn ansi langur og stjörnum prýddur.
Pedallinn sjálfur er tiltölulega basic að gerð: Hvítt box með þremur rotary tökkum, Volume, Drive og Tone. Einnig er hann með flipa sem hægt er að skipta á milli HP og LP, sem að bjóða upp á mismunandi kararaktera, HP er bjartara og heitara drive, á meðan LP er kaldara, og myrkara. Ég held sjálfur upp á LP. Pedallinn er true bypass og hægt er að nota frá 9V DC upp í 18V DC(sem gerir hann heitari). Mynd
Ég nota Fender Stratocaster og Fender Twin Reverb. OCDinn svínvirkar í þessu setupi. Pedallinn er vanalega stilltur á létt boost, með volume í kringum 10:00(þar sem að 9 er það sama og hann fær inn í sig) og drive í kringum 10:30. Tone er yfirleitt stillt á 14:00. Hérna er hljóðdemó af fulltone síðunni, sem svipar mjög til hljóðsins sem ég fæ úr pedalnum, nema hvað mitt er aðeins dekkra. Það þó er sama hvað maður hækkar driveið mikið og það verður mikið, maður heyrir alltaf hvað maður er að spila, sem er stór kostur. Þetta er EKKI metalpedall. Hérna er annað hljóðdæmi sem er tekið með SG í Marshall 50W Plexi. Þetta er mjög há stilling á OCDinum.
Annað sem ég algjörlega elska við þennan pedal er það að hann er mjög samvinnufús. Þegar ég þarf á meira gaini að halda kveiki nota ég hann saman með Tonebone Hot British, sem að einn og sér í því setupi sem ég nota hann í hljómar vægast sagt ömurlega. Saman skína þeir í gegn, hvort sem það er lead tónn eða rytmi. Það tók heldur engan tíma að finna þá stillingu.
Það er líka hægt að nota þennan pedal bara sem boost. Mér finnst t.d fínt að hækka vel í voluminu á pedalnum en hafa ekkert drive þegar ég er heima við og get ekki spilað í þeim styrk sem ég vil spila í. Ég hef þá magnarann frekar lágan. Það finnst mér hafa svipuð áhrif og hafa hafa attenuator á milli magnara og hátalara, frekar frickin' sweet.
Fulltone OCD er pedall sem að var hannaður með það í huga að geta framkallað sömu yfirtónaríku hljóma og einn að þessum alvöru, klassísku lampamögnurum, JTM45, AC15 ofl gátu gefið frá sér þegar búið var að hækka vel í þeim. Að mínu mati þá neglir hann það svoleiðis dead on, og það í gegnum Fender TR, magnað dót. Led Zeppelin, ekkert mál. SRV? Algjör kökusneið. Það er ekki furða að þessi pedall hefur verið perma-on síðan ég fékk hann. Þrátt fyrir það að efri hluti gainsviðs hans sé að nokkru leyti ónothæfur( það eru alveg pottþétt not í það einhverstaðar, bara ekki í það sem ég nota hann í) þá er þessi svo vel hljómandi að ég sé ekki fram á það að hann fari nokkurn tímann af brettinu mínu. Ef hann skemmist eða honum stolið, þá kaupi ég nýjan. Þess má geta að pedallinn minn er V3. Búið er að gefa út V4 sem á víst að vera enn betri.
9/10
+: Fyrir ríkt og djúpt hljóð, auðvelda og þægilega framsetningu.
-: Efri hluti gainsviðsins mætti vera notadrýgri.
PS: nennti ekki að lesa þetta yfir.