það er nú oftar þannig að lög endi á grunnnótu (vá! þrjú ‘n’ í röð!) tóntegundarinnar en að þau byrji á henni. það meikar gjarnan mestan sens að láta laglínu enda á grunntóni eða enda margradda lag með einu stykki sveittum grunnhljómi - þótt það hljómi að sjálfsögðu oft töff að hafa endapúktinn í einhverri allt annarri tóntegund.
mest foolproof leiðin sem mér dettur í hug er að pikka upp laglínuna á hljóðfærið-sem-þú-spilar-á og skrifa niður allar nóturnar sem þú notar og spurja einhvern vel menntaðan hvaða skali þetta sé. hann segir þá ábyggilega “x-dúr eða y-moll” og þá hugsar þú “hm, var laglínan svona þung og sorgleg, eða ljómaði hún kannski af gleði?” og ef laglínan var bjartsýn er tóntegundin dúr-tóntegund, en moll-tóntegund ef laglínan var svona í bitrari kantinum.
annars mæli ég með því að læra grunn-tónfræði, það gerir lífið bara skemmtilegra. :)
ewlifioua.