- Roland Jazz Chorus til sölu
- Transistor(ekki lampi þ.e. og ekki digital)
- Í toppstandi
- Eitt af skýrustu clean hljóðum á markaðnum, frábært chorus og frábært reverb
- 2 rásir
- Notast líka sem bassa, söng, hljómborðs og 7-strengja gítarmagnari.
- Kostar 75.000kr(nýr á 112 þús)
- Rúmlega árs gamall
SÍMI: 848-9678
Hér er ég kominn með Roland Jazz Chorus til sölu, þetta eru 120 watta, 2x 12“ hátalarar. Þessi magnari er þekktur víða fyrir eitt skýrasta og fallegasta clean hljóð á markaðnum. Ég ætla ekkert að fara að bera þetta saman við Fender. Enda nennir maður því ekki, fólk er svo biased eftir því hvað það á, en þetta er svona öðruvísi clean finnst mér. Ég persónulega syrgi það að ég þurfi að selja þennan magnara. Það eru fínar líkur á að ég kaupi hann aftur einn daginn, en núna bara þarf ég að ná mér í pening og verð ég á ferðinni næsta árið og er ekki alveg málið að vera með 2x 12” keilur sem eru rúmlega 30kg.
Það eru tvær rásir, ein sem er bara venjuleg(vol, tre, mid, bass) og svo ein effekta sem er með öllu þessu venjulega + distortion og reverb. Reverbið á þessu finnst mér frábært, en distortionið er crap eins og flestir vita en það skiptir engu. Þessi magnari snýst bara engan veginn um það. Þú getur fengið þér effekta til hliðar við magnarann og þá ertu helvíti vel settur. Þessi magnari nær bara ótrúlega góðu hljóði á alla vegu finnst mér. Ég vil samt taka fram þrátt fyrir það sem ég sagði hér fyrir ofan að þetta er með allra bestu clean hljóðunum, eða allavega fyrir mér. Ég held að allir geti verið sammála um að þessi magnara nær ótrúlega hreinu hljóði. Þú hækkar og hækkar í magnaranum en færð ekkert skruð, alltaf jafn hreint.
Ég keypti hann seinasta sumar nýjan úr Rín, og var hann á 91.000kr. Það tók mig rúmlega tvær vikur að hugsa þetta og fá mig til þess að selja hann en ég held ég ætli að gera það. Ég fer út í tónlistarlýðháskóla í haust og þar eru magnarar til staðar, og ef ég pæli i því þá væri þetta bara fullt af peningum liggjandi í herberginu meðan ég væri úti. Þetta er rosalega góður magnari og erfitt að láta hann frá sér. Þetta er enginn metall magnari, eða ég allavega held ekki. Hann hentar rosalega vel í alls konar léttari tónlist, jazz(auðvitað), indí rokk og bara hinar ýmsar tegundir af pop/rokk tónlist.
Magnarann er líka hægt að nota sem söng, hljómborðs- og bassamagnara. Hann ræður við lægstu tíðnirnar í bassanum og höndlar líka vel 7 strengja gítara skilst mér.
Verðið sem ég set á hann er 75.000kr, ég keypti hann á 91.000kr fyrir minna en ári og enga ástæðu af hverju ég ætti að selja hann á minna. Hann er mjög vel meðfarinn, engar skemmdir, allt í lagi með hljóðið og ég hef nánast bara spilað á hann hérna heima hjá mér. Að utantöldum nokkrum æfingum í snyrtilegu húsnæði.
Wikipedia - http://en.wikipedia.org/wiki/Roland_JC-120_Jazz_Chorus_Guitar_Amplifier
Hér að ofan eru upplýsingar um magnarann og einnig mynd, þessi mynd þarna er mynd af mínum ampi sem ég uploadaði.
Official Roland Síðan - http://www.roland.com/PRODUCTS/en/JC-120/index.html
Harmony Central(fullt fullt af reviews) - http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar+Amp/product/Roland/JC-120/10/1
Hann er að fá mest þarna fyrir sound quality og reliability
Önnur mynd - http://a783.ac-images.myspacecdn.com/images01/103/l_204869ea4fda48411e36af977fc8fb56.jpg
Svo í restina læt ég fylgja með quotes sem ég tók af Harmony Central.
“I remember playing through a JC-120 about 7 years ago and I swore that I
would own one just because its clean channel is - no joke - to die for.”
“Very responsive to external effects. Never seams to get muddy. With a few
good overdrive/distortion pedals this amp is unbeatable for any kind of music.”
“Clearly, the numero uno feature is the Chorus.”
“I love:
the chorus, the stability and quality, the power, the wheels, the vibe,
the stereo amplification of effects.
I hate:
the weight, the ugly bolts, that they don't have all the spare parts
anymore for the old series (so you should buy one of the new series with
silver cone speakers), the carrying handle.”
“I use it with a gibson archtop and it constantly sounds magical.
Despite what other think i love the didstortion, its a nice crunchy
sound when eq'd correctly.”
“The Roland JC-120 has the best clean sound I have ever heard. Period.
And I have used Fender Twin Reverbs and the Fender Hot Rod Deluxe, and
Fender considered to be the Holy Grail of clean sounding amps.
But this Roland sounds even better.”
Svo svona í endann ef þið viljið get ég sent ykkur hljóðdæmi sem sýna mjög vel hversu clean hljóði hann nær.
Ef þið hafið áhuga, hringið í 848-9678 eða talið við mig í gegnum MSN.+