Þetta eru allt fínar aðferðir, myndi nú ekki segja að ein væri betri en önnur, bara mismunandi.
S.s. stundum henntar vel að nota puttana en ekki nögl og væs versa :)
Ég nota t.d. oftast puttana (mér finnst það þægilegt, get spilað hratt og fast, og fæ flotta feita tóna), en ég nota nöglina frekar oft líka (aðallega til að fá öðruvísi tóna úr bassanum, svona svolítið harðari og skera betur í gegn, “graðari”) ég get spilað hratt og fast með nöglinni svo það skiptir mig ekki öllu máli hvort ég nota
fingurna eða nöglina.
Svo er ofar en ekki gaman að skjóta inn smá slap-i, en það á eins og hitt ekki alltaf við.
Allt á sér stað og stund :)