Ókei, þetta er semsagt Wahwah og Fuzzpedali í einu tæki, það er hægt að velja hvort fuzzið kemur á undan eða eftir wahwahinu með þartilgerðum takka undir tækinu og það er líka hægt að stilla hversu hátt fuzzið er með skrúfjárni undir tækinu, svo eru rofar sitthvorum megin við pedalann til að kveikja/slökkva á fuzzinu og wahwahinu.
Sniðugheitin við þessa græju er að með því að snúa fætinum á fótstiginu frá hægri til vinstri og tilbaka eykst og minnkar fuzzið og svo virkar wahið á hefðbundinn hátt, það er hægt að gera bæði í einu og þá leysist allt upp í hippageðveiki sem er auðvitað hið besta mál.
Wahwahið í þessari græju er ekki mjög dramatískt, þetta er ekki wahpedalinn til að nota í fönktónlist, ég mæli miklu frekar með Vox wahpedala í slíkt, eins er þetta wah ekki heppilegt fyrir framan magnara með miklu gaini því þá nánast hverfur sándið úr wahinu en fyrir framan tildæmis Voxmagnara eða Fendermagnara nýtur wahið sín ágætlega.
Fuzzið er ágætt í þessari græju, þetta er ekki svona high gain kreisí fuzz heldur meira í áttina að Fuzzface pedala eða slíku.
En þar sem þessi græja blómstrar er þegar kemur að því að nota bæði fuzzið og wahið samtímis, að geta fadeað inn fuzzi á hverja nótu fyrir sig og að geta mótað nóturnar með wahinu, þessi græja væri æðisleg fyrir jazzleikara sem vildi tildæmis líkja eftir saxofóni eða trompeti eða bara handa hvaða tiraunagjarna fríki sem er, ég datt algjörlega í trans í nokkra klukkutíma með þessa græju tengda í analog delay með örlítið af chorus og í miðlungsskítugann magnara.
Hversu góð er þessi græja? Tjah, ég veit að ég keypti þennann pedala bara í fyrradag og er þarafleiðandi meira spenntur fyrir honum en ég verð kannski eftir viku eða mánuð eða hvaðeina en ég gæti best trúað því að þessi pedali verði varanlega tengdur milli gítars og magnara hjá mér sem er meira en ég get sagt um nokkurn af hinum pedölunum mínum, þetta er ekki eitthvað sem ég kem til með að nota í hverju einasta lagi en ég tek eftir því að ég spila allt öðruvísi laglínur heldur en venjulega þegar ég er með græjuna í gangi, þessi möguleiki að geta mótað nóturnar meðan maður spilar þær gerir það að verkum að það sem maður spilar hljómar ekki eins, tjah, eins alltaf ef þið skiljið hvað ég er að fara, það opnast fyrir allskonar blæbrigði sem voru ekki til staðar áður.
Niðurstaða: Ekki pedali til að spila Shaftmússik með eða fyrir metalspilara því fuzzið/wahið myndi sennilega týnast í high gain magnara en í blús og jazz er þetta alveg brilljant græja, ég get ekki beðið eftir að prófa græjuna við bassa og Rhodespíanó, mæli algjörlega með þessu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.