Ble

Ég á við eitt vandamál að stríða, mér finnst alveg óskaplega erfitt að spila með nögl, ég spilaði einu sinni á klassískan gítar og er næstum öll mín gítarkunnátta (sem er þó ekki mjög mikil:) komin þaðan. Sem þýðir að ég kann ekki að spila með nögl. Í hvert sinn sem ég byrja að spila eitthvað nýtt lag (td. Snow (Hey Oh) - RHCP) byrja ég að nota nögl en eftir aðeins örfáar nótur er ég búinn að henda henni frá mér. Ég spila bara svo ógeðslega hægt og rek mig í vitlausa strengi þegar ég nota nöglina í eitthvað annað en að slá.

Hafið þið einhver ráð fyrir mig til að læra að nota nöglina?