Er með til sölu einn slíkan, en þetta er ss. 30 watta Combo magnari frá Marshall sem ber heitið Master Lead Combo, model 5010.

Þetta er Solid State magnari en ekki lampi, með einni 12" Celestion keilu.

Þessir magnarar voru framleiddir milli 1982-1991 og er þessi frekar early og skv. serial númeri er hann frá því herrans ári 1984.

Magnarinn er í fínu ástandi og vantar ekki lætin í hann og kom hann mér mjög á óvart miðað við að vera 30 watta transistor.

Hér er smá uppl. um magnarann á ensku:

“5010 Master Lead Combo, 30W 1x12” combo

This combo was introduced in 1982 and discontinued in 1991. It is a transistorised version of the JCM800 4010 combo. Early 5010's were fitted with the red 12“ 4 Ohm McKenzie speaker. Later 5010's were fitted with a 4 Ohm Celestion G12M70 speaker.”


Læt einnig fylgja með dóma frá Harmony-central.com:

http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar+Amp/product/Marshall/5010/10/1

Á því miður ekki mynd af sjálfum magnaranum en hér er mynd sem ég fann á netinu af alveg eins magnara:

http://www.drtube.com/schematics/marshall/5010-pic.jpg

Minn lítur basically alveg eins út, ástandið á honum er mjög gott miðað við 24 ára gamlan grip.

Eins og myndin gefur til kynna þá er þetta single channel magnari með master volume og master pre-amp. Með því að hækka í pre-ampinum (gain) þá fæst alvöru 80´s metal sánd sem heillaði mig mest við þennan magnara, hann er einnig með gott clean sánd þegar pre-ampinn er stilltur lágt.

Ástæða sölu er einfaldlega sú að ég nota hann ekkert þar sem ég á allt of mikið af dóti. :)

Verðið sem ég set á gripinn er 15 þús. kr.

Er staddur á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar fást með Hugapósti eða svara bara þræðinum.

Annars þakka ég bara öllum þeim sem nenntu að lesa þessa langloku mína. ;)