Á fullt af þessu sem ég er búinn að taka úr mögnurum hjá mér eftir að ég endurnýjaði, versta er að ég veit ekkert ástandið á þeim… Best ef maður er að kaupa notað (ekki NOS) að það sé búið að testa þetta eitthvað þar sem líftíminn er ekki endalaus á þessu, en ef þú vilt prófa eitthvað þá á ég til orginal fender merkta lampa, Marshall lampa bæði no-name og merkta ECC83 með rauðu logo-i frá 90´s og líka merkta mesa/boogie,,, flestir rússneskir eða kínverskir eftir því sem ég best veit.
Mæli samt með að finna þér góða nýja lampa… Er búinn að prófa sovtek, electro harmonix og Svetlana, allt mismunandi eftir hvernig magnara þetta fór í… hvernig magnara ert þú með?