Mæli frekar með þvi að prufa gítar með Bigsby og sjá hvort þú sért að fíla þetta… Ekki gaman að retro-fitta í gítar sem þú átt fyrir þar sem það er ekki alltaf auðvelt að bakka með svona lagað ef maður fílar þetta ekki.
Átti Gretsch fyrir nokkru sem var með Bigsby… Bigsby er sjarmerandi og skemmtilegur fyrir þetta létta vibrato sem hann býður upp á en eins og kfridrik nefndi þá er mjög leiðinlegt að skipta um strengi á þessu (samt ekki líkt og með floyd rose, það kerfi á alltaf vinninginn yfir strengjaskipti dauðans)…
Síðan skiptir auðvitað höfuðmáli á hvernig gítar þú ert að spá í að setja bigsby þar sem þeir koma í nokkrum útfærslum upp á að fitta á gítarinn og væntanlega miserfitt að möndla þetta á.
Ef ég færi aftur í Bigsby pælingar þá væri mitt val að finna mér gítar með Bigsby í stað þess að setja á hljóðfæri sem ég á fyrir…
Varðandi hardcase spurninguna þá fer það auðvitað eftir því hvernig gítar þetta er og hversu mikið hardcase-ið fellur að hljóðfærinu.