Er 19 ára Gítarleikari (sem spila einnig á bassa) og er að leita að trommara til að ganga til liðs við mig. Stefnan er að reyna að spila einhverskonar framúrstefnu metal (get í raun ekkert lýst því betur). Hef samið nokkur lög og í raun eina tóndæmið sem ég gæti veitt væri í gegnum gítar pro (sem jú samt einhver innsýn inní það sem ég hef í huga).

er sjálfur búinn að læra á klassískann gítar í 7 ár. æft á rafmagns í 1 ár. hef þrátt fyrir það lagt meiginn áherslu á rafmagns gítarleik. æfði líka 1 ár á bassa og hef haldið áfram að spila á hann. tel mig hafa góða innsýn í hinar og þessar tónlistarstefnur og langar að reyna að fara ótroðnar slóðir með hugmyndir frá hinum og þessum stefnum.

Á sjálfur hljóðeinangraðann bílskúr sem hægt væri að æfa í hvenær sem mindi henta.

þannig að ef þú ert góður trommari veist kannski ekki allveg útí hvað ég er að fara, ert samt kominn leið á allri þessari einhæfni: black, death, thrash… því ekki að tékka á þessu.