Til sölu er Vox AC30 magnari sem smíðaður var á Rose Morris tímanum en nákvæmt ár er ekki vitað. Sumir segja frá ‘85-’89 aðrir segja um '92 rétt fyrir sölu fyrirtækisins til Korg. En hvernig sem því líður er magnarinn í fantagóðu ásigkomulagi.
Í magnaranum er að finna tvær Celestion G12T-75 16ohma keilur sem eru keyrðar í parellel úr 8ohma outputi magnarans.
Magnarinn er í fantagóðu ástandi bæði að innan sem utan og er nýbúið að skipta um allar fattningar í magnaranum og búið að endurnýja í honum lampana fyrir JJ lampa, fyrir utan lampann sem keyrir reverbið.
Magnarinn er falur fyrir 95.000kr eða í skiptum fyrir Orange, Sunn O))), Ampeg eða eldri Marshall magnara. Þá er ég að tala um hausa ekki combo.
Magnarinn er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og er öllum velkomið að prófa hann ef það vill. Nánari upplýsingar fást í gegnum emailið: arnar_h@hive.is
Fyrir myndir af magnaranum sjá hér:
http://entertainment.webshots.com/album/558605301swdjqb?vhost=entertainment