Sælir spekúlantar, ég hef verið að leita mér að nýjum Lampa Combo gítarmagnara með 2 x 12" keilum og góðu clean og alvöru rokk sándi. Ath ekki metall, kæri mig ekki um new metal dót.

Magnarinn þarf að vera 50w +
Eins og fyrr segir má hljóðið spanna frá clean, klassískt rokk og yfir í harðari deildir.
Hef þegar prófað:

Bugera 333 2x12"

Peavey Classic 50w 2x12" (Góður fyrir utan mega viftuhljóðið í nýju módelunum)

Einnig prófaði ég einhverjar Vox týpur, en það vantaði eitthvað í þá fyrir mig…

Hverju eru menn að mæla með þessa dagana?
Er eitthvað sem ég á að prófa frekar en annað?

Kv.
Gibson Les Paul, Epiphone Les Paul & Peavey Classic 4x10, Fender Hot Rod Deville.