Framleiðandi: Ampeg
Vöru heiti: SVT-3Pro
Ampeg SVT-3 er bassamagnari sem kostar um 90þús í Tónastöðinni. Hann er með Solid State kraftmagnara og lampa í formagnara sem gefur hún afar mjúkan tón.
Stjórnborð framaná: framaná magnaranum er ekkert svakalega margar stillingar enda er þetta meira hannað sem bara fáir takkar og lítið vesen.
En framaná honum er:
- Bass, middle, 5-position Mid control, treble, Tube, Master og Gain
- Svo eru “ultra low”, “ultra high” og Bright takkar sem geta gefið mikin lit í soundið.
- Svo er það rúsínan í pylsuendanum 9-banda Graphic Equlizer þar þú getur tekið út tíðnir sem þú villt ekki hafa eða boostað upp þeim sem þig langar að hafa(hækkt að slökkva á honum).
Tube Gain: er stilling sem ég fýla eiginlega það mest á þessum magnara, en það gefur svakalega fitu inní soundið og massar það vel upp. Þetta hljómar svipað og Enchancer en virkar samt öðruvísi.
Mid Control: 220Hz, 450Hz, 800Hz, 1.6kHz og 3kHz. Þessi stilling gefur þér meira færi á að moda soundið þitt en fremur og fín pússað það svo með 9-banda Graphic EQinum.
Aftan á magnaranum er:
- Eitt Neutrik speaker tengi, og svo 2stk jack (1/4) cabinet tengi.
- Effect send/return
- Power Amp / Pre Amp out (nú fyrir þá sem vilja kannski bara notfæra sér preampin í SVT-3 og fá meiri power frá einhverjum Power magnara)
- Balanced XLR/jack með Groundlift (Pre/post) stillingum
- Tuner out, fyrir þá sem vilja hafa Rack tuner í rigginu sínu, þægilegt og fljótleg leið til að tunea að þurfa ekki að skipta um neinar snúrur.
- Footswitch til að kveikja og slökkva á Graphic EQinu og Mute takkanum.
Áreiðanleiki: ég hef ekki lent í neinum vandræðum enþá en ég er búinn að eiga magnaran í sirka 3 mánuði núna.
Tækni upplýsingar:
- Magnarinn er 450w (4ohm) og 275 (8ohm)
- Í honum eru 5 lampar í formagnara (3 x 12AX7) og svo eru (12AX7 og 12AU7) fyrir sérstakt “Drive section”
Magnarinn fær 10/10 enda hefur hann uppfyllt allar mínar þarfir hingað til og stendur sig feiki vel. Ég hef átt nokkrar stæður hingað til og Ampeg er sá sem sigrar.