Ég held það sé alveg jafn auðvelt að brjóta cheap cymbala og dýra.
Tækni skiptir máli, og setup.
Ég held að fólk haldi að ódýrir diskar brotni frekar, því byrjendur með lélega tækni og stundum fáránlegt setup nota lang oftast ódýra diska og þ.a.l. brotna þeir oftar.
Trommarar sem hafa góða tækni og vel sett upp trommusett eiga frekar dýrari diska (enda reynslumeiri) og brjóta þá síður útaf tækninni og setupinu. En það er auðvitað minna lagt upp úr ódýrari diskum þannig að málmurinn í þeim er ekki jafn góður, en þar er væntanlega mest verið að hugsa um sándið í disknum…ekki brotþol.
Svo hef ég lesið mikið á spjallborðum þar sem menn eru að rífast um það hvort þykkari diskar brotni frekar en þunnir og vice versa.
Þykkir diskar gefa minna eftir sem veldur ofur víbringi r some sem brýtur þá (svipað og ef maður herðir “eyrnaskrúfuna” of mikið), meðan þunnir diskar gefa eftir blebleble…
eða: Þykkir diskar eru svo þykkir að þeir brotna síður, þunnir brotna því þeir eru svo þunnir….
Ég held að fyrri pælingin meiki meira sence fyrir mér…
Ef það hefur verið smá rispa á brún disksins getur það leitt til þess að hann byrjar að springa, þ.e. ef hann er geymdur uppá rönd á steypugólfi eða e-ð…Galli kemur til greina líka…
Diskar hafa brotnað á fleiri stöðum en á brúnunum, t.d. veit ég um 2 Paiste Alpha crash þar sem bjallan hreinlega datt úr disknum…Svo getur komið spunga í gegnum “boddýið”, semsagt inná disknum.
Hitabreytingar hafa ekki svo mikil áhrif nema þú sért að hamra á diskana ískalda, eða að snöggkæla þá og svo snögghita aftur??held ég??
Ef þú kaupir notaða cymbala skaltu skoða brúnirnar vel og prófa þá kannski, uhh jafnvel sjá eigandan tromma til að sjá meðferðina ????
Líftími cymbala er mikill ef þeir eru rétt notaðir. Bassakennarinn minn á 40-50 ára zildjian ride einhvern sem er í fínu standi. Og
trick til að viðhalda diskunum er líklega nota rétta tækni, stilla þeim upp eins og þér finnst þægilegt að lemja/slá á þá og þvo þá stundum og geyma í tösku/poka…
Vá fkn. ritgerð…