Það er meinið með lampamagnara að þeir byrja oft ekki að hljóma almennilega fyrr en þeir eru komnir á töluverðann styrkleika..
Í gítarnum hans Brian May eru pickuppar sem hann og pabbi hans vöfðu sjálfir minnir mig, gítarinn sjálfur er smíðaður af Brian.
Hluti af formúlunni bak við gítarsándið á Queen plötunum er svo í upptökuferlinu, hljóðnemarnir framan við gítarmagnarann, formagnararnir í mixernum, compression (örugglega lampacompressorar og lampaformagnarar, þaðan kemur kannski stór hluti af “hlýjunni” í gítarsándinu)
Ég átti einusinni Rickenbacker hálfkassagítar, ég keypti hann bæði vegna þess að mér þótti hann flottur (það var aðalástæðan reyndar) og líka vegna þess að ég var hrifinn af gítarsándinu á gömlum Bítla og Byrds plötum, Rickenbackerinn minn hljómaði samt ekkert þannig, hann hljómaði meira eins og rafmagnsbanjó með nánast engu sustaini, mér fannst þetta ógeðssánd og seldi þennann gítar en seinna komst ég að því að galdurinn bak við að ná þessu gítarsándi sem var á sixtísplötunum með td Byrds var bara að raða saman nógu mörgum compressorum til að búa til sustain í gítar sem hefði ekkert sustain sjálfur..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.