Ég á gítar sem kom frá verksmiðju með þessu setuppi og þykir 60 pickuppinn bara þrælfínn til síns brúks, enda er þessi gítar sá gítar sem ég nota mest fyrir clean hljóm. Losaði mig hins vegar við 81 pickuppinn og setti 85 í staðinn, sem er þrælfínn pickupp, ekkert síðri en margir Duncan eða Gibson pickuppar sem ég hef prófað, og er ég bara mjög sáttur við gítarinn í dag. Get voða lítið ráðlagt þér ef það 60 hvolpurinn er ekki að henta þér.
Fólk er voðalega fljótt að dæma alla EMG pickuppa sem flata og karakterlausa og óþarflega kraftmikla af því að 81, sem er vinsælastur þeirra, allavega sem stock pickup, er það að margra mati, en sem betur fer eru þeir að framleiða fleiri pickuppa, svo það er algjör óþarfi að afskrifa þá alveg strax..