Ég keypti þennan effect síðasta haust í hljóðafærahúsinu en hef voða lítið notað hann. Ég á 3 distortion effecta og nota bara einn þeirra svo þessi er eiginlega bara ónotaður. Ég hef stundum haft hann tengdan við magnarann og og kannski notað hann örðu hverju ef að hinn effectinn er ekki að ná soundi sem ég er að leita að en annars nota ég hann voða sjaldan.

Mynd:
http://www.airportmusic.com/images/LargerPics/Dig_Black13.jpg
Mynd af mínu eintaki:
http://images.hugi.is/hljodfaeri/131137.jpg

Features:
Þessi effect er með sjö modelum sem eiga að hljóma eins og soundið hans Scott Ian í Anthrax. Þetta eru soundin sem maður fær á takkanum lengst til hægri:

1. I Am The Law - Among the Living (Distortion)
2. Madhouse - Spreadng the Disease (Distortion)
3. March of the S.O.D. - S.E.D. (Distortion)
4. Protest & Survive - Attack of the Killer B's (Distortion)
5. Room For One More - Sounds of White Noise (Distortion)
6. What Doesn't Die - We've Come For You All (Distortion)
7. Finale - State of Euphoria (Delay/Pitch eitthvað)

Alls er hann með 4 stillingar.
Level, til að hækka og lækka í honum.
Control 1, Bass EQ stilling
Control 2, Treble EQ stilling
Model, stillingin sem stillir hvaða sound þú ert að spila (sjá að ofan á listanum)

Hann er með eitt Input og tvö output. Annað outputið er til að tengja hann í mixerinn og hitt er fyrir Magnarann.

Í þessu Demo-i er hægt að heyra í honum:
Demo:
http://www.digitech.com/products/Pedals/ScottIan/demo.phpOg
ef það er ekki nóg þá er líka video af Scott Ian að nota hann:
Video:
http://www.digitech.com/products/Pedals/ScottIan/video.php

Digitech Artist series pedalarnir hafa fengið mjög góða dóma allstaðar og hafa þá meðal annar fengið Total Guitar Best Buy og Best Effects pedal of the Year.

Að mínu mati er þetta fínn pedall. Hann er mjög “harsh” og ekki með smooth distortion heldur svona Hardcore thrash metal sound. Myndi líklega henta best í hardcore tónlist, Crossover thrash, Black eða Death metal. Eini stóri mínusinn er að hann er ekki með Mid EQ, það böggar mig smá. En því má redda með því að stilla bara mid-ið á magnaranum eitthvað.

Hann kemur í kassanum, Með litlu Gig bag fyrir hann til að einfalda það að ferðast með hann og með öllum manuals og dóti. Og líka power supply, svo að það þurfi ekki alltaf að hafa eitthvað batterý í honum.

Ég keypti hann á 15.000
Sel hann á 8.500
En það er öllum velkomið að prútta ;)

Í sambandi við skipti þá er ég allveg til í að skipta honum á allskonar pedölum. Delay, Volume pedal, Stage tuner og kannski öðrum distortion effectum. En allt kemur til greina svosem, og ekki bara effectar þá, líka pickuppar, tunerar og allt sem viðkemur gítrum, ekki hika við að spyrja ;)
Nýju undirskriftirnar sökka.