Ég keypti mér boss gt8 fyrir 2 árum síðan (ca 50,000 kr) og ég held ég sé ekkert á leiðinni að skipta honum út strax. en maður á aldrei að segja aldrei, græjusýkin er íllviðráðanleg. (GT10 er komið út.) GT8 er mjög fjölbreytt græja og það tekur smá tíma að læra á hana, en það er til mikið af spjallþráðum á netinu þar sem menn útum allann heim deila af reynslu sinni hvernig best sé að stilla græja og gera.
Þessi multi effect hefur það fram yfir marga aðra að hann er með fullt af tökkum, og því er ekki jafn mikið um svokkallað “menu surfing” eins og t.d. á line6 floor græjuni.
Fídusarnir eru of margir til að telja þá alla upp hér, en svo ég nefni eitthvað, þá er t.d hægt að nota tvo magnaraherma samtímis, það er, þú getur verið með clean sánd og drive sánd bæði í einu, annaðhvort í mono, eða stereo, eftir því við hvað þú tengir græjuna. Ég hugsa að margur analog gaurinn fussi yfir þessu digital drasli og segji að þetta verði aldrei eins og gamli góði analoggurinn, það má vera rétt að þetta nái ekki nákvæmlega eins hljóði og græjan sem það er að herma eftir, en stillimöguleikarnir eru svo margir að maður nær alltaf sándi sem maður fílar.
Ég eignaðist mína fyrstu multi græju 1995 og hef átt margar síðan, einusinni ákvað ég að gerast analoggur og seldi digitalinn minn og keypti mér heilann her af stompboxum, ég entist ekki lengi í þeim pakkanum, allt of mikið af snúrum (signalið tapast), tekur allt of mikið pláss og svo er það svo dýrt.Svo ég skipti aftur yfir. ég tek það fram að þetta er náttúrulega bara mitt persónulega mat.
Hinn gítarleikarinn í bandinu sem ég er í, er með fullt af analog pedulum og svo lét hann smíða flightcase undir þetta allt sem kostaði stórann hluta af því sem GT8 kostaði, pedalabrettið hans er tæpir 2 fermetrar á stærð og hann loftar því varla:)
Svo ég gefi einhverjar einkannir þá fær bossinn 9/10 fyrir sánd, 8/10 fyrir software, 8/10 fyrir tengimöguleika og umgjörðin fær 9/10.
Þeim sem vilja kynna sér græjuna nánar bendi ég á á google og youtube.
hér er mynd:
http://www.musicpascher.com/boutique/images/BOSS/EFFETS/Boss_GT-8_M.jpg