Epiphone rafmagnsgítarar fást í Rín og kosta engann helling, fínir til að byrja á og svo má henda í þá betri pickuppum seinna og þá eru þetta orðin “alvöru” hljóðfæri, þú getur fengið Roland Microcube magnara fyrir svona 12.000 kall í Rín, það eru alveg fjandi góðir magnarar fyrir lítinn pening.
Tradition rafmagnsgítarar fást í Tónastöðinni og eru á frekar góðu verði miðað við hvað þú ert að fá fyrir peningana, ég á svoleiðis og mér finnst hann alveg helvíti fínn barasta, Tónastöðis selur líka line6 magnara sem eru fínir fyrir byrjendur, eins hefur oft verið hægt að fá svoleiðis magnara notaða hér á Huga fyrir klink.
Sumum finnst Squier gítarar sem eru “ódýrari” útgáfa af Fender gíturum vera málið fyrir byrjendur, ég er algjörlega ósammála því vegna þess að mér finnst þeir oftast frekar illa samansettir og stundum hreinlega vont að spila á þá, það getur þó alveg verið að það finnist góðir svoleiðis gítarar, þeir fást í Hljóðfærahúsinu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.