ekki það að ég sé að gera lítið úr könnunninni en mér finnst eins og fólk átti sig oft ekki á því að soundið fer aðalega eftir því hvernig þú spilar sjálfur á gítarinn.
ég hef verið að tala við eldri mann sem var klassískur gítarleikari (meira að segja nokkuð fær) en hann var einmitt með smá hroka útí rafmagnsgítarinn, “á klassíska gítarinn mótaru hljóminn þinn sjálfur eftir spilamensku en á rafmagnsgítarinn er það bara magnarinn og effectarnir” þetta er rangt. rafmagnsgíarleikur gengur ekki bara útá það að hitta á réttu nóturnar.
ég veit ekki hvað það eru margir sem flokka sig sem rythm gítarleikara og geta ekki beitt alm-mute, yfirtónum, víbradó þannig að það hljómi vel, teigt strengina þannig að það hljómi eins og það á að hljóma (og á réttum stöðum), slædað (vel) og ég tala nú ekki um að hafahæfni til að nota floyd rose. margir hverjir spila líka allar nóturnar jafn fast og hafa ekki hæfnina í til að sila laust og fast til skiptis. auk þess eru margir sem geta ekki demað þá stengi sem eiga ekki að hljóma.
bara til að koma af stað einhverri umræðu.