Já þið lásuð rétt, nú er því miður komið að því að maður þarf að láta dýrgripinn frá sér fara.

S.s. til sölu er eitt stykki Mesa Boogie Rectifier Roadster 2x12" Combo.

Allar upplýsingar um þennan magnara eru að finna á slóðinni:

http://mesaboogie.com/Product_Info/Rectifier_Series/roadster/roadster.html

En svona til þess að menn sem eru ekki ýkja sleipir í enskunni geti gert sér grein fyrir þessu þá er um að ræða eina þá menstu snilld sem að um getur á markaðunum.

4 rásir
Reverb á þeim öllum.
3 gain stillingar fyrir hverja rás.
Effecta-loopa sem þú getur slökkt og kveikt á að vild.
Bias skiptirofi milli: (6L6/EL34)
Output level contol.
Sólo takki sem boostar signalið að vild.
og með þessu öllu 8 takka footswitch sem þú stjórnar græjunni með.

Þetta er bara svo að eitthvað sé nefnt.

Þessi magnari getur allt!


Magnarinn er rétt rúmlega 8 mánaða gamall og hefur verið afskaplega lítið notaður. Svo ekki sé minnst á það að hann hefur ekki farið út úr húsi nema í flightcase-i.


Svona magnari kostar nýr: 258.300 kr. (Tónastöðin)
Flightcase-ið frá Gator: 39.900 kr. (Tónabúðin)
(http://www.gatorcases.com/productsdetail.aspx?LID=17&PID=167)

Væri helst til í það ef þetta færi saman, en ég er ekkert að flýta mér að selja.


Endilega bara bjóðið í einkaskilaboðum (engin rugl tilboð samt :) )