Ég er að nota cuscak Music Screamer, besti OD sem ég hef prófað á ævi minni, og þar eru margir effektar taldir! Með þeim bestu í bransanum til að nota með lampa!
Ég notaði mest T-Rex Alberta overdrive áður en ég keypti mér Peavey Classic 50 magnarann, núna nota ég Marshall Bluesbreaker2 til að overdræva magnarann örlítið meira en oftast fæ ég nægilega bjögun bara með gítar beint í magnarann.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Ég nota Electro Harmonix Metal Muff with Top Boost, lang besti distortion pedalin ég hef fundið :P (samt alvöru lampa distortion er auðvitað lang best)
Mjög vel. Ég átti um tíma Fulldrive II Mosfet, Xotic BB Preamp og King of Tone og mér fannst King of Tone langbestur. Þetta er eini overdrive/distortion pedalinn sem ég nota.
Ég á 70 pedal og langar í Octa-Fuzz. Er ekki kúl að blanda þeim saman? Octa Fuzzinn þá með Fuzz í 0 og svo inn í 69 með Fuzz í 10? Ef þú skilur hvað ég meina :)
hvernig ertu að fýla Fulltone 70 ? ég hef prufað hann og mér finnst alltof mikið og hart fuzz á honum, 69 er með meir svona milt fuzz en ef maður vill þá er hægt að kicka rosalegu fuzzi inní þetta :)
70 er svona over the top dæmi svolítið. Ef þú lækkar volume takkann á gítarnum geturðu fengið voða nice sound sem er ekki eins klikkað. Held að hann muni þess vegna sóma sér betur með Stratocaster, ætla einmitt að kaupa strat efir sumarið.
Uppáhlads stillingnin mín er Fuzz svona næstum í 10 og volume takkinn(á gítarnum) svona 7-9. Þá er hann ekkki svona “reiður” :)
Nota bara drive rásina á Orange Rocker 30 magnaranum mínum. Nota líka Fulltone '70 pedal á clean rásinni til að fá svolítið “over the top” hljóð.
Stefni á að kaupa annað hvort Voodoo Lab Sparkle Drive(TS-808 með clean boost möguleika) eða Fulltone Fat Boost til að boosta magnarann í meira overdrive.
Það var nú reyndar alveg fáránlega lítið sem ég fékk hann á. Tók hann ásamt öðrum hlutum uppí skiptum fyrir Stratocaster. Var bilaður þegar ég fékk hann en eftir eina kvöldstund með lóðbolta var hann sem nýr. Og ofan á allt saman er hann í nánast mint condition miðað við aldur og notkun.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..