Það er ekkert mál að nota svona græju, þó það fari svolítið eftir því hvernig tónlist maður er að fást við hvort þetta nýtist mönnum.
Ég notaði mitt svona í allskonar tónlist, raf, metal og kántrí tildæmis en þetta er verulega sniðugt í allskonar fiðlueftirhermingar og verður alveg dásamlegt með delayi.
Ég hef notað svona á tónleikum með góðum árangri, best nýttist þetta samt í heimastúdíóinu mínu, það er hægt að nota þetta á nánast allt sem hefur strengi úr stáli, bassa meira að segja, vandinn þar er að vísu að það tekur svolítinn tíma fyrir rafsegulinn að koma strengnum á hreyfingu.
Það er ekkert flókið að nota svona, fjarlægð frá pickup á gítar stýrir volumeinu og á ákveðnum stöðum á hálsinum koma svo yfirtónarnir inn og gera hlutina mun áhugaverðari.
Vandinn með græjur eins og þessa er stærðin, ég týndi minni, þar fór tíuþúsundkall….Arrrgh!
Elvis2<br><br>Mulcibe
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.