Það kemur að því að ég fer að nota það í upptökur, og myndi þá vilja skipta um skinn (öll skinnin á settinu, nema kanski Kick reasonant skinnið), þar sem að þau sem eru fyrir eru orðin ágætlega gömul.
En allavega, eins og er er mynnir mig Evans EC2 að ofan og Evans Genera G1 undir á tommonum, Remo eitthvað á kick og evans EC2 coated ofaná snerlinum (mynnir að það sé bara pearl skinn undir honum)
Hugsa að það verði verslað við tónabúðina, semsagt Evans, þegar þar að kemur (þar sem að það er eina búðin í bænum, og mér líkar mjög vel að versla við þá)
Hef verið að heyra að Evans G2 ofaná og Evans G1 undir sé nokkuð þétt combo á tommana (í rokkið) en hef lítið heyrt um sneril og bassatrommuskinn. Er að leita eftir frekar djúsí og blautu bassatrommusándi, og snerilsándi sem er annaðhvort með mjög litlum yfirtónum, eða með mjög hnitmiðuðum yfirtónum (a la lamb of god)
allavega, væri gaman að fá smá fróðleik um trommuskinn frá einhverjum vel reyndum :)
Bætt við 10. apríl 2008 - 01:23
hey, kominn með stærðirnar á trommunum (reyndar mælt í cm og converta, þannig það gæti verið einhver skekkja (í dýptinni aðalega)
10x8 tom
12x9 tom
14x12 floor
22x20 kick
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF