Pikkuparnir eru no-name, þeir eru líka extra vafðir og eru þ.a.l. mjög kraftmiklir. Hreini hljómurinn er þykkur og mjúkur. Á overdrive/distortion/fuzz er hljómurinn vel rifinn og skilar vel rokkuðu soundi.
Eins og gunnar benti á, þá eru þetta ódýr hljóðfæri og nægilegt svigrúm til að setja draumapikkupana í þau án þess að verðið fari úr böndunum.
Hugmyndafræðin á bakvið spilverks hljóðfærin er sú að það sé fyrst og fremst gott að spila á þau, það er númer 1, 2 og 3! Einnig að verðið sé lágt þannig að ef menn vilja skipta úr pikkupum eða hardware, þá komi hljóðfærið fullklárað til með að vera ódýrt þrátt fyrir breytingar.
Hinsvegar þá hafa pikkuparnir komið mér a.m. þægilega á óvart. Ég er að nota Sleipni (strat týpa) sem að soundar alveg æðislega. Það er mikill karaktermunur á milli pikkupa í honum, eins og er í orginal strat. Á sínum tíma prófaði ég Sleipni við hliðina á Strat 54 módeli. Karakterinn á milli pikkupastillinga var sá nákvæmlega sami, eini munurinn var að sá gamli var mun mýkri (vegna öldrunar pikkupana) og sá nýji mun kraftmeiri með meiri topp.
Sem dæmi um þetta þá er gaman að segja frá einum sem keypti Sleipni og tók rafkerfið úr honum og setti í annan gítar (strat copy) sem hann hafi átt í mörg ár. Honum líkaði vel að spila á gamla gítarinn sinn, en hann hafði alltaf verið flatur í soundi. Sleipnirinn ætlar hann svo að customisera með aktífum pikkupum.