Hefuru skoðaða nýju Alesis trommusettin? Í ódýrari kanntinum og líta nokkuð vel út, lofa góðu. Diskarnir eru líka ekki úr gúmmi (í fyrsta sinn skilst mér)og hægt að “ckoke-a” (kæfa) þá… og alvöru trommu skinn á “pödunum” sem er reyndar ekkert nýtt.
Í raun er þannig séð sama hvaða sett er notað eins lengi og það er þokkalega þægilegt að spila á það… trommuheilar eru samt svo rosalega misjafnir á þessu dóti. Alesis eru með tvær týpur sem koma út í apríl.. í raun sama settið nema annað er bara með USB “interafce-i” en ekki trommuheila sem, ef þú átt ágætis tölvu, þýðir að þú getir notað BFD (trommu forrit) sem fylgir með, er ódýrara og er með því raunverulegra sem þú finnur þessa dagana.
Annars langar mig líka að bæta við að ég skil ekki allveg þessa fordóma gagnvart rafmagnstrommusettum hér. Þau eru auðvitað mjög gagnleg fyrir það sem þau eru ætluð… Hljóðlátan trommuleik! Þýðir lítað að bera það saman við “venjuleg” sett