Þegar ég var yngri var ég í píanótímum og náði held ég fyrsta stigi en síðan hætti ég svona í kringum áttunda bekk. Núna langar mig hinsvegar að fara að læra aftur en er auðvitað allveg dottin úr allri æfingu.
Þessvegna langar mig í eitthvað auðvelt til að æfa mig á svo ég geti síðar farið að spila eitthvað aðeins erfiðara :)
Mamma á einhverjar píanóbækur og ég ætla að fara að grafa þær upp en ef þið vitið um einhverjar nótur á netinu sem eru auðveldar en skemmtilegt er að spila þætti mér gaman ef þið gætuð bent mér á eitthvað :)
Takk takk
-Stjarna4
An eye for an eye makes the whole world blind