Úrslitakvöld Músíktilrauna fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, laugardaginn 15. mars 2008 kl. 17:00. Fram koma hljómsveitirnar Furry Strangers, Johnny Computer, Hinir, Endless dark, Ástarkári, Happy Funeral, Óskar Axel og Karen Páls, Blæti, The Nellies og Agent Fresco.
Shogun, sigurbandið frá því í fyrra, mun opna dagskrána en keppnin verður send út í beinni útsendingu á Rás 2.
Veitt verða verðlaun fyrir besta hljómborðsleikarann/forritarann, besta trommarann, besta bassaleikarann, besta gítarleikarann, besta söngvarann/rapparann og veitt verður viðurkenning fyrir besta íslenska textann. Hljómsveit fólksins verður valin í símakosningu og að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið.
Forsala miða hefst í Hinu húsinu á hádegi og flyst í Listasafn Reykjavíkur þegar húsið opnar kl. 16:00.