Ég fór á þetta kvöld og þetta fannst mér um böndin: Man ekki hvað þeir heita: Ég þoli ekki bönd sem koma utanað landi með fulla rútu af vinum og ættingjum til að salurinn vóti þau, og síðan voru þau held ég bara að djóka með þetta.
Nightriders: Æðislegir að vana og maður tók ekkert rosalega eftir því að það vantaði söngvarann.
Spiral: Komu mér á óvart, fínt band með góðan söngvara.
Levenova: Man ekkert rosalega eftir þeim :S
Unchastity: Fór í sígópásu, fannst þeir ekkert sérstakir.
Happy Funeral: Alveg ææææææðislegt band! Fanney og Dagur eru ótrúlega góðir söngvarar! Sindri var mjög fínn á gítarnum og það saman segi ég um Arnar á bassanum og trymbilinn. Laaaangbesta bandið þarna fannst mér, Nightriders voru reyndar lika frábærir :D
Judico Jeff: Mjög skemmtilegt metalband með mjög góðum söngvara, mætti vera betri trommari í bandinu.
Acts of Oath: Mjög fínt band, glæsilegir hljóðfæraleikarar og svalasti söngvari í heimi þrátt fyrir að hann mætti alveg æfa sig í tónheyrn og taktheyrn.
Nögl: Mjög fínt band.
Blæti: Þeir komu mér svo á óvart! Frábær einhversskonar fusion jazz sem var alveg yndislega frábrugðinn öllu rokkinu og metalnum á kvöldinu. Frábærir hljóðfæraleikarar!
Ég var mjög sáttur með böndin sem að komust áfram og áttu þau algjörlega að komast áfram. Þeir sem ég gæti séð fyrir mér vinna keppnina væru líklegast Blæti og Happy Funeral.