Nákvæmlega. Fæstir framleiðendur eru að rukka eitthvað auka fyrir eitthvert nafn á gítarnum nema eitthvað annað við gítarinn geri framleiðsluferilinn flóknari.. Fólk sem heldur öðru fram er þá yfirleitt að reyna að bera saman heimalandsframleiddan (Japan/USA eftir merkjum) og jafnvel custom shop sigga við kóreskan/kínverskan færibandsgítar..
Ég á signature gítar frá gaurnum í System of a Down. Ég fíla ekki einu sinni System of a Down né gítarleikarann sjálfan, fannst gítarinn bara svo skemmtilega ljótur, og mjög góður miðað við hvað hann kostaði, svo ég keypti hann samt, enda hentar hann mér ágætlega.
Ég fíla heldur ekki Slayer, en samt er Jeff Hanneman LTD sigginn ofarlega á lista ef ég fer að spá í gítara með tremolo því gítarar í þessum verðflokki með Kahler tremolo eru vandfundnir..
Gítar er gítar, ef það sem hentar manni best ber nafn einhvers annars þá á það ekki að skipta máli..